ADHD getur verið þér fyrirstaða ef þú veist ekki hvernig þú virkar!
Markmið | Að fræðast um hvernig ADHD hefur á líf okkar, lærum hvernig við getum náð stjórn á lífi okkar og hvernig við getum byggt upp sjálfsmyndina. Við tökum skref í þessa átt á námskeiðinu. |
Markhópur | Námskeiðið er ætlað fólki á aldrinum 18 ára og eldri. |
Námsefni | Námsefni frá kennara. |
Kennsluaðferð | Námskeiðið byggist á hópavinnu. |
Ávinningur | Þetta hefur hefur fólk sagt um námskeiðin:
„Námskeiðið hefur hjálpað mér að átta mig á svo mörgu varðandi sjálfa mig, og hvað virkar fyrir mig. Einnig létt mér lífið á margan hátt.“ „Ég hef fengið tæki til að vinna með. Ég er í lagi og hef eitthvað í dag til að stefna að.“ „Ég hef fengið nýtt hugarfar og nýja sýn á marga hluti og löngun til að bæta mig, námskeiðið stóðst svo sannarlega þær væntingar sem ég hafði til þess.“ „Ég hef fengið aukinn styrk til að framkvæma, auk þess að vita hvað ég vil með líf mitt.“ „Ég er byrjuð að hugsa betur framtíðina og get tekið eitt skref í einu án þess að upp kemur veggur. Ég fékk miklu meira út úr námskeiðinu en ég bjóst við.“ |
Tímasetning | |
Kennari | Sigríður Jónsdóttir ADHD markþjálfi |