Markmið |
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér færni í að gera núvitundaræfingar og í að dvelja meira í núinu. Leiðin að því markmiði felst í því að fjalla um núvitund (mindfulness), hvaða áhrif hún hefur á hegðun okkar, líðan og andlega heilsu og fara yfir þær aðferðir sem hægt er að beita til þess að rækta með sér aukna núvitund. |
Innihald |
|
Námsefni | Útprentuð vinnubók með kennsluefni og æfingum. |
Kennsluaðferð |
Fyrirlestrar, umræður og æfingar sem bæði eru gerðar á staðnum og heima. |
Ávinningur |
Áhrif núvitundaæfinga hafa verið mikið rannsakaðar undanfarin 20 ár og ítrekað hefur verið sýnt fram á mikinn ávinning fyrir bæði líkamlega og andlega heilsu. Meðal þess sem komið hefur fram er að reglubundin iðkun getur eflt ónæmiskerfið (þannig að við verðum síður veik), dregið úr einkennum þunglyndis og kvíða, aukið andlega vellíðan, skapað meira andlega jafnvægi o.fl. |
Tímasetning | Sjá nánar í yfirliti námskeiða. |
Kennari | Helga Arnardóttir, Master of Science í félags- og heilsusálfr., diplomagráða í jákvæðri sálfræði. |