Markmið | Að þátttakendur átti sig á helstu styrkleikum sínum og finni leiðir til þess að nýta þá meira í dags daglegu lífi. Að þátttakendur öðlist færni í að beita núvitund t.d. við að kljást við erfiðar hugsanir og tilfinningar. Aukin færni í núvitund og aukin þekking á eigin styrkleikum stuðlar að aukinni vellíðan og sátt með lífið. |
Innihald |
|
Námsefni |
|
Kennsluaðferð | Fyrirlestrar, umræður og æfingar sem bæði eru gerðar á staðnum og heima. Stutt núvitundaræfing í hverjum tíma og mismunandi styrkleika- og núvitundaræfingar í hverjum tíma. |
Ávinningur | Þátttakendur kynnast helstu styrkleikum sínum og kanna leiðir
til þess að nýta þá meira í dags daglegu lífi. Það að átta sig á
eigin styrkleikum er eflandi og getur hjálpað okkur að upplifa meiri
orku og sátt með líf okkar. Þátttakendur fá æfingu í að stunda núvitundaræfingar en sýnt hefur verið fram á að ástundun þeirra hefur mikinn ávinning í för með sér, m.a. sterkara ónæmiskerfi, aukin sátt með lífið og aukin hamingja auk þess að draga úr einkennum kvíða og þunglyndis. |
Tímasetning | |
Kennari | Helga Arnardóttir, MSc í félags- og heilsusálfr, diplomagráða í jákvæðri sálfræði. |