Markmið |
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með
sér færni til að sýna sjálfum sér vinsemd og hlýju (self-compassion),
t.d. þegar þeir upplifa mótlæti og erfiðleika.
Leiðin að því markmiði felst í því að fjalla
fræðilega um sjálfsumhyggju (self-compassion),
hvaða áhrif hún hefur á hegðun okkar,
líðan og andlega heilsu og fara yfir þær aðferðir
sem hægt er að beita til þess að rækta með sér
aukna færni í sjálfsumhyggju.
|
Innihald |
- Hvað er nú þegar jákvætt og gott við okkur?
Fjallað um hvernig við höfum tilhneygingu til að
horfa meira á það sem okkur finnst vera að hjá okkur en
á það góða og jákvæða sem einkennir okkur nú þegar.
- Hvað eru styrkleikar?
Styrkleikar skilgreindir og útskýrðir á skýran og skilmerkilegan hátt.
- Hvaða áhrif hefur styrkleikarvinna á okkur?
Fjallað um ávinninginn af því að greina helstu styrkleika sína og vinna markvisst með þá. Þar má meðal annars nefna aukna velliðan, minni einkenni þugnlyndis og aukna sátt með lífið.
- Hvernig greinum við helstu styrkleikar okkar?
Fjallað um nokkrar einfaldar leiðir til að greina helstu styrkleika sína og þátttakendur greina sína helstu styrkleika undir leiðsögn leiðbeinanda.
- Hvernig vinnum við með styrkleika okkar?
Fjallað um hvernig hægt er að vinna markvisst með ákveðna styrkleika og öðlast þannig aukna ánægju og tilgang.
|
Námsefni |
Útprentuð vinnubók með kennsluefni og æfingum til að gera heima.
|
Kennsluaðferð |
Fyrirlestrar, umræður og æfingar sem bæði eru gerðar á staðnum og heima.
|
Ávinningur |
Aukin þekking á styrkleikum og styrkleikavinnu. Þátttakendur
fá tækifæri til að greina helstu styrkleika sína og skoða leiðir
til að nýta þá betur í daglegu lífi.
Rannsóknir benda til þess að aukin meðvitund um helstu
styrkleika okkar auki vellíðan okkar og geti dregið úr
einkennum þunglyndis. Þegar við förum svo að nota
helstu styrkleika okkar markvisst getum við farið
að finna fyrir meiri tilgangi og sátt með lífið.
|
Tímasetning |
Sjá nánar í yfirliti námskeiða.
|
Kennari |
Helga Arnardóttir, Master of Science í félags- og heilsusálfr.,
diplomagráða í jákvæðri sálfræði.
|