Að sýna sér umhyggju og hlýju
Markmið | Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þjálfi með sér færni til að sýna sjálfum sér vinsemd og hlýju (self-compassion), t.d. þegar þeir upplifa mótlæti og erfiðleika. Leiðin að því markmiði felst í því að fjalla fræðilega um sjálfsumhyggju (self-compassion), hvaða áhrif hún hefur á hegðun okkar, líðan og andlega heilsu og fara yfir þær aðferðir sem hægt er að beita til þess að rækta með sér aukna færni í sjálfsumhyggju. |
Innihald |
|
Námsefni | Hugleiðsluæfingar úr smáforritinu Happ App. Útprentuð blöð með upplýsingum og æfingum. |
Kennsluaðferð | Fyrirlestrar, umræður og æfingar sem bæði eru gerðar á staðnum og heima. |
Ávinningur | Við höldum oft að við þurfum að sýna sjálfum okkur gagnrýni og hörku til þess að knýja okkur áfram í að ná markmiðum okkar eða til að komast í gegnum erfitt tímabil. Rannsóknir benda hinsvegar til þess að svona harka í eigin garð sé ekki bara gagnlaus heldur einnig að hún geti jafnvel dregið úr líkum á því að við náum árangri. Að sýna sjálfum sér vinsemd og alúð er hinsvegar vænlegra til vinnings auk þess sem það hefur góð áhrif á andlega líðan okkar. |
Tímasetning | |
Kennari | Helga Arnardóttir, Master of Science í félags- og heilsusálfr., diplomagráða í jákvæðri sálfræði. |