Til að námið og endurhæfingin gangi sem best þarf að fjarlægja sem mest af þeim áreitum sem trufla og hindra einstaklinginn í að ná fram sínu besta. Og það er mikilvægt fyrir einstaklinginn í Hringsjá að vita að henni / honum standa til boða margvísleg úrræði. Hér er yfirlit yfir það helsta sem nemendur Hringsjár geta nýtt sér til viðbótar við þau úrræði sem eru í boði samkvæmt stundaskrá.
Bæta setstöðu, minnka verki í herðum, handleggjum og höndum. Auðvelda einnig fólki að stunda iðju.
Nemendur Hringsjár geta fengið afnot af dagsljósalömpum við vinnu sína í Hringsjá.
Skortur á sólarljósi í skammdeginu getur leitt til truflana á hormónastarfsemi, þunglyndis, orkuskorts og almennrar vanlíðunar. Venjuleg ljós koma ekki í stað sólarljóss. Hið sérstaka, bjarta ljós dagsljósalampanna líkir eftir náttúrulegu sólarljósi og getur haft bætandi áhrif á skammdegisvanlíðan.
Nemendum Hringsjár, sem greindir eru með lesblindu býðst Davis lesblinduleiðrétting.
Um er að ræða einstaklingsnámskeið sem tekur um 40 kennslustundir þar sem nemandi vinnur í 5-7 daga lotu með sérmenntuðum Davis ráðgjafa. Í kjölfarið býðst nemendum eftirfylgni í litlum hópum þar sem aðferðinni er viðhaldið.
Kristín Friðriksdóttir: Kristín er félagsráðgjafi Hringsjár. Hægt er að panta tíma hjá henni sjálfri eða hjá ritara. Hún sér m.a. um endurnýjun á endurhæfingarlífeyri, eftirfylgni og almenna félagslega ráðgjöf.
Það er hægt að panta viðtal ef þörf er hjá henni sjálfri eða hjá ritara.
Um er að ræða hljóðmynstur sem samstillir heilahvelin samtímis með því að breyta bylgjulengd sem hann vinnur á. Athyglin verður betri, minni eykst og fólk hvílist betur og nær betri svefni.
Jóhanna Kristín Snævarsdóttir sérkennari sér um lesgreiningar fyrir þá nemendur ef grunur er um sértæka lestrarerfiðleika. Notast er við LOGOS forritið.
Í hverju herbergi Hringsjár. Auðveldar þeim öndun sem eiga við mikið ofnæmi, astma eða mígreni að etja. Einnig þeim sem eru með ný líffæri, þ.e. eru líffæraþegar. Hreinsar loftið, eyðir lykt og drepur bakteríur.
Anna Einarsdóttir er náms- og starfsráðgjafi Hringsjár. Hægt er að panta tíma hjá henni sjálfri eða hjá ritara.
Nemendur Hringsjár eiga rétt á að fá afsláttarkort með strætivögnum.
Gengið er frá kaupum á nemakortum á heimasíðu Strætó bs. vegna haustannar 2011.
Um þessi kort gilda sérstakir skilmálar sem koma fram hér.
Verð á nemakortum er 11.000 kr. fyrir 1 annar kort og 20.000 fyrir vetrarkort.
Hjá Hringsjá eru kennarar sem eru sérþjálfaðir við Numicon aðferðafræðina í stærðfræði. Aðferðin byggir á stórum hluta á að gera tölurnar áþreifanlegar og raunverulegar og hentar sérstaklega vel fyrir þá sem hafa átt erfitt með að læra stærðfræði eftir hefðbundnum leiðum. Þegar aðferðinni er beitt er m.a. notast við ákveðin áhöld sem til eru hjá Hringsjá og hægt er að fá afnot af.
Nemendum Hringsjár bjóðast 3 viðtöl hjá sálfræðingi yfir námstímann. Notast er við ASEBA matstækið sem er m.a. talið mjög gagnleg við áætlunargerð við upphaf náms- og starfsendurhæfingar. Stundum hafa nemendur þörf fyrir sálfræðimeðferð og er þá oftast leitað til velferðarþjónustu eftir stuðningi við slíkt