VIRK starfsendurhæfingarsjóður |
|
![]() |
Af heimasíðunni: Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. |
Vinnumálastofnun |
|
![]() |
Af heimasíðu Vinnumálastofnunar: "Vinnumálastofnun rekur níu þjónustuskrifstofur í kringum landið auk þriggja smærri útibúa, þar sem veitt er öll almenn þjónusta við atvinnuleitendur, skráning, mat á færni, ráðgjöf og úrræði og vinnumiðlun auk samvinnu við aðra þjónustuaðila um úrræði og vinnumarkaðsaðgerðir." "Þjónusta ráðgjafa Vinnumálastofnunar skal miðast við einstaklingsbundnar þarfir hvers og eins atvinnuleitanda. Vinnumálastofnun ber að leggja mat á vinnufærni atvinnuleitanda þegar hann sækir um þátttöku í vinnumarkaðsaðgerðum. Á grundvelli matsins er gerð áætlun um atvinnuleit hans og þátttöku í viðeigandi vinnumarkaðsúrræðum eða honum leiðbeint um aðra þjónustu ef þörf er talin á." |
Þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar |
|
![]() |
Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts |
Kópavogsbær - velferðarsvið |
|
![]() |
Hér má finna félagslega stuðningsþjónustu sem bæjarfélagið veitir. |
Öryrkjabandalag Íslands |
|
![]() |
Framtíðarsýn bandalagsins er eitt samfélag fyrir alla þar sem jafnrétti ræður á öllum sviðum. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til þess að þroskast og nýta hæfileika sína til jafns við aðra þegna þessa lands og getur á hverjum tíma lifað og starfað á sínum eigin forsendum. Að skapa þjóðfélag sem byggir á aðlögun, samhjálp og gagnkvæmri virðingu. Öryrkjabandalag Íslands ber ábyrgð á rekstri Hringsjár. |
Tryggingastofnun |
|
![]() |
Af heimasíðu TR:
Stefna okkar er:
Hlutverk okkar er:
Hringsjá er með þjónustusamning við TR um veitta þjónustu. |
Velferðarráðuneytið |
|
![]() |
Verkefni velferðarráðuneytisins varða velferðar- og fjölskyldumál, heilbrigðisþjónustu, húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og jafnréttismál. Hringsjá er með þjónustusamning við ráðuneytið um veitta þjónustu. |
Mennta- og menningarmálaráðuneytið |
|
![]() |
Menntamálaráðuneytið fer með málefni sem varða: kennslu og skóla, rannsóknar- og vísindastarfsemi, listir og menningarstarf, útvarp og sjónvarp og íþrótta- og æskulýðsstarfsemi. |
Klúbburinn Geysir |
|
![]() |
Af heimasíðunni: "Klúbburinn Geysir er fyrir fólk sem á eða átt hefur við geðræn veikindi að stríða. Klúbburinn starfar eftir hugmyndafræði Fountain House, sem byggir á markvissri uppbyggingu á hæfileikum og getu einstaklingsins." |
Hlutverkasetur |
|
![]() |
Af heimasíðunni: "Starfsfólk Hlutverkaseturs veitir hvatningu og stuðning, í gegnum samveru, samskipti og sameiginleg verkefni til að aðlagast breyttum aðstæðum." "Á föstudögum milli 13 og 14 erum við með kynningar á Hlutverkasetri. Hefur þú áhuga á að kynna þér starfsemina. Allir velkomnir. Vinir, vandamenn, forvitnir og þeim sem láta sig fólk varða." |
Hugarafl |
|
![]() |
Af heimasíðunni: "Hugarafl var stofnað í júní 2003 af notendum í bata, sem átt hafa við geðræna erfiðleika að stríða og iðjuþjálfum með víðtæka reynslu af geðheilbrigðismálum. Hópurinn starfar við miðstöðina Geðheilsa-eftirfylgd/iðjuþjálfun í Borgartúni 22, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis. Hópurinn starfar samkvæmt hugmyndafræði valdeflingar(empowerment) og öll vinna fer fram á jafningjagrundvelli. Meðlimir Hugarafls vilja miðla reynslu sinni af geðheilbrigðiskerfinu með öðrum sem láta sig málefnin varða, hópurinn vill hafa áhrif á þjónustu og varpa ljósi á batahvetjandi leiðir. Það hefur sýnt sig að aukin virkni og þátttaka leiðir til þess að fólk nær betri tökum á eigin lífi." |